Nefndir

Stjórnin 

Fremsta röð frá vinstri: Saga María Sæþórsdóttir, Gunnar Mogensen Árnason, Ingunn Isorena Þórðardóttir. Röð 2 frá vinstri: Aðaldís Emma Baldursdóttir, Róbert Dennis Solamon. Röð 3 frá vinstri: Ólafur Þorsteinn Árnason, Andri Clausen, Eva Júlía Birgisdóttir, Nína Ísafold Daðadóttir, Stefán Árni Jónasson.

Stjórn NFVÍ samanstendur af tíu einstaklingum. Stjórnina skipa formenn allra stjórnarnefnda ásamt þremur öðrum embættum. Þessi embætti eru forseti, féhirðir og markaðsstjóri. Forseti sér um að halda utan um skipulagningu félagslífsins í heild og hefur yfirumsjón yfir nemendafélaginu. Hann er milliliður skólastjórnar og nemenda. Féhirðir sér um fjármál nemendafélagsins. Hann hefur umsjón með fjármálum allra nefnda sem starfa innan N.F.V.Í og úthlutar fé til þeirra eftir þörf. Markaðsstjóri er formaður markaðsnefndar og hefur yfirumsjón með öllu sem sem tengist styrkjasöfnun N.F.V.Í og auglýsingum. Saman heldur Stjórnin utan um N.F.V.Í. og skipuleggur viðburði eins og böll.

Share by: