Átjándi Verzlingur vikunnar

Málfó vika að baki og hvar er þakið? Málfundafélag Verzlunarskóla íslands reif það gjörsamlega af. Þeir festu hákarlablöðruna við þakið og flugu burt með það eins og gemli gemli í Up. Talandi um gemla gemla mætti trúbbi á Marmarann í hádeginu á mán, ekkert eðlilegaa næss. Hann tók nokkra sígilda slagara og kom manni algerlega í gír fyrir komandi viku. Á þriðjudaginn gaf Málfó okkur heimanám, „horfa á Up myndina til þess að sjá hvernig það er að fara lengst upp“, kæri lesandi, ég held að ég er að sjá eitthvað þema hérna. Svo rétt eins og skátastrákurinn í Up þá gaf Malfó okkur Dubai chocolate kökur á Marmz á mið, Málfó gerði þetta til að spotta hverjir væru talandi hundar eins og hundurinn í Up því þeir myndu þá ekki gæða sér á kökunum því þær hafa súkkulaði. Frekar sniðugt ef þú spyrð mig. Í korterinu á fimmtudag voru seldir „I Love Verzló“ bolir til þess að fjármagna blöðrukaupinn, og í hádeginu var pílukast til þess að þjálfa Verzlinga í að berjast á móti Herra Muntz og ófreskju hund hans. Svo á frölludag bauð nefndin Verzlingum upp á stikur af Happy Hydrate.
En nóg um Málfó. Verzlingur vikunnar, 18. Viku 25/26, er Steindór Örn í 3.F! Sá litli meistari átti heljarinnar viku, en áður en ég tala um það vil ég kynna fyrir ykkur hann Steinþór. Töggi hefur alla tíð verið með kjark. Kjark til að standa upp fyrir því sem hann trúir á. Kjark til að segja það sem honum finnst og kjark til þess að berskjalda sig fyrir framan aðra og sýna öllum djúpt inn í sig, inn í sálina sína. Stonedoor er svo sannarlega efni í Verzling vikunnar, því núna á miðvikudaginn tók hann skrefið, skrefið í átt að betra lífi. Hann dró andann djúpt og notaði orðinn á þann máta eins og svo margir á undan honum hafa gert. Það gaus upp úr Stönernum, sannkölluð flóðbylgja af tilfinningum. Flóðbylgja sem myndi fella hæstu skýjakljúfa og fletja stærstu fjöllinn út. Töggi Jensen er ekki bara maður hann er maðurinn og nú er hann átjándi Verzlingur vikunnar.
- Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar











