Fimmtándi verzlingur vikunnar

Hæhó og gleðileg lokapróf! Jólavika að baki og prófavika tekur við. Núna, kæri lesandi, er eins gott að læsa inn í lærdómnum og leggja þig allan fram til að jarða þessi lokapróf. Nú, 15. útgáfa Verzlings vikunnar átti að vera frekar tómleg þar sem það var engin vika skipulögð í þessari viku en sem betur fer voru tveir menn sem tóku það að sér að ljúka önninni með stæl. Ísleifur og Kári Hlí (13. VV btw) ákváðu síðastliðinn laugardag að stofna Jólanefnd og halda Jólaviku. Jólavikan var stútfull af jólagleði og gamni. Vikan hófst með hinum árlega dans í kringum jólatréð á Marmz, alltaf jafn gaman að fá að dansa á Marmaranum. Menn voru svangir á þrið því í hádeginu var kappát sem hann Aron Gunn gjörsamlega átt upp og skildi engar milsnur eftir. Miðvikudagurinn var smá feil, ekkert kakó og engin mynd en maður getur ekki fengið allt. En sem betur fer steig HennesVÍ á svið í korterinu og tilkynnti sigurvegara sleikkeppninar, það voru þau Gunni Hjalt og Vala Fro. Ég vil taka fram að þau fóru ekki í sleik við hvort annað. Fimtudagurinn var glæsó! Samsöngurinn góður, Villi Ingvars stóð samt upp úr og nældi sér í vinningin fyrir besta söngin. Vel gert Villi. Föstudagurinn var aðeins öðruvísi, hann var góður en tilfinningaríkur fyrir marga. Í korterinu komu Verzlingar sér saman á Marmaranum og fögnuðu minningu hafraklattans gamla sem hvaddi okkur í seinustu viku. Athöfnin var falleg, karlakór og erindi eftir Óskar Prez og Gunningu sjálfa og auðvitað undirspil frá okkar virðulegasta Snæbjarti. Hengdur var upp minnisvarði um hafraklattan í matbúð sem mun klæða þann vegg í aldanna rás. Svo er ekkert annað eftir að gera en að fá sér eina Concerta og læsa inn fyrir prófin. En áður en það er gert...
Ég kynni til leiks, Verzling vikunnar, 15. Viku 2025 er hann Oddur Sv í 3A! Oddurinn hefur nú örrugglega ekki farið fram hjá neinum, þar sem hann lék á als oddi með Viljanum þegar þau gáfu út TBL.1 og svo frumsýndi um daginn Hamlet í Borgarleikhúsinu. Kannski leist BJ ekki alveg jafn vel á það og á TTS en það er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Svo er vert að taka fram að Typpi átti stærstan hlut í minningarathöfnini sem fór nú fram á föstudaginn til heiðurs minningu klattans. En hann Oddur Svanur á þennan titil svo sannarlega skilið því hann er einn sá duglesti að efla orðspor skólans bæði úti í heimi og innan hans og mér sýnist að hann mun ekki hætta því anytime soon.
Áður en ég kveð þig í seinasta skipti á þessari önn þá vil ég, kæri lesandi, þakka þér kærlega fyrir að lesa skriftir mínar og ég vil að þú vitir að ég er ævintýrilega þakklátur fyrir að fá þann heiður að mega skrifa þessa vikulegu grein sem þið Verzlingar hafa tekið svo vel í. En ekki hafa áhyggjur því ritstjórnin er einfaldlega að taka sér vel verðskuldað jólafrí og skriftir hefjast aftur í janúar. Ég óska þér góðs gengis í lokaprófunum og býð þig gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir og sjáumst aftur á nýju ári.
- Jón Króla, ritstjóri Verzlings Vikunnar











