Sextándi verzlingur vikunnar

Good to be back! Jæja, kæri lesandi,
Núna stöndum við á tímamótum, 2025 er búið spil og nú tekur 2026 við. Þetta er tíminn þar sem fólkið setur sér markmið fyrir árið, stjórnin setti sér greinilega markmið og það var að byrja BIG ‘26 með bombu! Vikan byrjaði á þriðjudag með Clash Royale móti í Bláa, mótið var þó haldið andlega. Dagurinn í miðju vikunnar var gómsætur, því í langa var #pizzapartieee í boði stjórnarinnar og Alaska steig á svið ásamt Tind AKA Temu Birni og tók nokkur lög… Marmara dansarinn lét svo aðeins sjá sig. Dagur fimmunar var steiktur. Það rauk upp úr Bláasal og allir gangar skólans fylltust af sterkri lykt… lyktin af steiktri stjórn, og við erum ekki að tala um neitt medium rare rugl, heldur brennt inn til kjarna. Mun Maggi nokkur tímann fyrirgefa nemendum skólans fyrir “eyrnapinna kommentið”? Maður spyr sig. En svo var komið að degi föstunar, bara almennt góðar víbrúr. Satt best að segja byrjar tugtugu og sex mjög vel og allir fóru sáttir heim. Vinir og vandamenn, gangi ykkur vel á nýju ári.
En nú, ég kynni fyrir ykkur Verzling vikunnar 16. viku 2025/26. Fyrsti VV á þessu ári! Kjartan Bessa í 2.D. Ég skal segja þér það, kæri lesandi, að ég var aðeins að ganga um stofur í vikunni og um leið og ég steig inn í stofu Kennedy blasti fyrir mér sjón eins og engin önnur. Það sem tók á móti mér inni í stofu Kjarra var ein metnaðarfyllsta lærdóms-aðstaða sem ég hef nokkur tímann litið augu á (endilega skoðið myndina vel til að sjá hvað ég á við). Þegar ég áttaði mig á hvaða snilld var í gagni þarna inni, gat ég ekki annað gert en að spyrja Kenzó hvernig honum datt svona mikla snilld í hug. Hann sagði að þarna á bakvið lyggji hugmyndafræðin um “Feng Shui”, Kínversk aðferðafræði um hvernig er hægt að ná jafnvægi milli allra hluta í umhverfi þínu. Hann sagði að hann þarf að jafna út “hugaraflið” sitt við umhverfi sitt svo að umhverfið hafi ekki neikvæð áhrif á námsárangur hans. Viðbrögðin mín voru einföld, ég var dáleiddur af viskunni hans, og ég er viss um að þér líður þannig núna, kæri lesandi. Takið Kjörrs sem fyrirmynd inn í nýja árið og passið upp á umhverfi ykkar, því eins og KáBessi segir “umhverfið skapar þig og þú skapar það, notaðu þetta”.
- Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar











