This is a subtitle for your new post

Viljavikan gaf mér lífsvilja. „Mér fannst þetta flott vika“ sagði Steini Málfó þegar spurður um málið og ég verð að taka undir. Mánudagurinn byrjaði sjúúúúklega vel með Jól Króla í kóngasófunum að láta drauma Verzlinga sem settust í kjöltu hans rætast. Svo í hádeginu vorum við svikin þegar allur skólinn mætti spenntur til að sjá röðina fyrir Birnu Gríms í blind-dating en vegna tæknilegra örðugleika var hætt við það... svekk. Næsta dag var Vilja-trailerinn sýndur, nettur artsy trailer í anda Viljans sem Frikki clutchaði #shout. Svo á fimmtudaginn var TBL. 1 gefið út, NÆSSSSS, uppáhalds liðurinn minn í blaðinu var Dr. Delúlu þar sem Tralli Magg sýndi sína réttu og grófu hlið, blikk blikk sportrönd blikk blikk. Fössarinn var goodshi með goodshi bakkelsi og gaddamnn goodshi þætti frá Tíví í Kringlubíó, ✋ ALGJÖRT BÍÓ 🤚. Stærstu fréttir vikunnar voru þó að okkar ástkæri hafraklatti sem Verzlingar hafa gætt sér á í aldanna rás er nú farinn. Vegna gjaldþrots framleiðandans mun hafraklattinn kveðja matbúð í eitt sinn fyrir öll. En óttist ei því það er verið að finna arftaka. Þetta verður erfitt kæri lesandi en mundu það að allt gerist af ástæðu. Hvíl í friði hafraklatti, 1967-2025.
Nú er stóra stundin runnin upp! Verzlingur vikunnar, 14. viku 2025 ,er Hrafnhildur Valdís í 3.F. Fáir vita af því en þessa viku sat Morfís lið Verzlunarskóla Íslands niðri í Framtíðarstofunni að búa sig undir keppni gegn emes sem var haldin á miðvikudaginn í Bláa. Umræðuefnið var Valkyrjustjórnin og auðvitað var Verzló á móti. Verzló tók sigurinn með 199 stigum og ræðumaður kvöldsins var engin önnur en Hrabbó sem var stummi. Hrabba átti 576 stig á keppninni, djíses kræst þats ei lott of pojnts! Og ofan á það var hún valinn LULI dagsins af DT. Hrafninn átti huge viku. Hún hélt uppi orðspori Verzló og sýndi að hún er verðug fyrirmynd fyrir okkur öll.
Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar











