Sautjándi verzlingur vikunnar

Sælir Nilli og gleðilega helgi! Vika, vika, vika, alltaf vika. HennesVÍ átti stórleik þar sem nefndin hélt fyrstu HennesVÍ-viku sögunnar og ég skal segja þér það, kæri lesandi, að sögubækurnar verða afar merkilegar í ár. Vikan byrjaði á mánudegi #didnotseethatcoming, Verzlólore-Kahoot í Bláá sem Tobbi vann og sleikglíma sem Freysi vann. Vikan byrjaði svo sannarlega vel. Á þriðjudaginn var farið yfir top ten Verzló moments 2025, respect. Miðvikudagurinn var nýttur í slökun og á fimmtudaginn bauð HennesVÍ öllum í Ikea. Svo í korterinu á fösh þeytti besta DJ Anna Ármann skífum. Pökkuð vika í boði HennesVÍ og ég þakka fyrir það.
En það er komið að því, beat drop please! Verzlingur vikunnar, 17. viku 25/26, er hún Anna Ármann í 2.G! Jújú, þetta hlaut að fara að gerast því DJ-inn er geitin. 2.G hlýtur eiginlega að standa fyrir tvöföld geit því það er nákvæmlega það sem fröken Ármann er. Það fór nú eflaust ekki framhjá neinum að hún átti risa 2025, við erum að ræða stóra sviðið í eyjum, Novafest og margt margt fleira. Ég spái því að 2026 verði ennþá stærra fyrir okkar konu. Anna hefur skemmt fólki víðsvegar um allt Ísland og gefið lýðveldinu von um að heimurinn geti orðið að betri stað í gegnum tónlist. Að leyfa sér að dilla við taktinn og finna fyrir bassanum í bringunni, það er það sem DJ Anna styður, það er það sem hún vinnur fyrir og það er svo sannarlega það sem hún sýndi okkur Verzlingum núna á föstudaginn. DJ 4 ever.
- Jón Króla, ritsjóri Verzlings vikunnar











