Tólfti verzlingur vikunnar

Góðan dag kæri lesandi, og til hamingju með Vælið. Þetta hér er sérstök Vælsútgáfa Verzlings vikunnar og er þá gefin út mánudagsmorguninn eftir Vælið. Vonandi ertu við góða heilsu og vonandi náðirðu í nokkur stig í HennesVÍ sleikkeppninni í gær. En núna að vikunni, Útvarps- & Vælsvika. Vikan er svolítið þannig að þetta er bara Útvarpsvika og Vælið vill bara svo heppilega til að vera á sunnudaginn. En Útvarpsvikan er svona lowkey uppáhalds vikan mín. Mér finnst svo geggjað að geta stillt á rás 102.5 og geta hlustað á Verzlinga velta við steinum um og allt og ekkert. Núna þegar vikan er liðin er smá leiðinlegt að geta ekki lengur stillt á Verzló vaknar með Benna og AK þegar maður er á leiðinni í skólann eða á nefndirnar powerranka heitustu busana. Þetta er alltaf shout á Útvarpsnefnd. Á fimmtudaginn gaf Kvasir út risqué jólablað, sem ég var satt best að segja mjög ánægður með. Ég verð líka að þakka fyrir shoutoutið sem VV fékk í blaðinu. Takk Kvasir. Svo upp úr þurru reif Málfó sig í gang, girti sig í brók og gaf út peysur. Tók sinn tíma en biðin var þess virði því þetta eru litty-titty peysur, allir að henda sér á nfvi.is og næla sér í eitt stykki og reppa flottasta og bestast skóla landsins. Skylda en ekki val. En að öllu samanlögðu var þetta sturluð vika en stærsti viðburður vikunnar, ef ekki ársins, var þó ekki enn búinn. Verzlingar horfðu nú til Vælsins með stjörnurnar í augunum.
Svo, eftir tilhlökkunarfulla viku, rann sunnudagurinn upp, the Vælsday. Ég verð að segja að ég hef ekki verið svona spenntur fyrir ákveðnum degi síðan ég man ekki hvenær. Ég vona að allir bekkir hafa haft það kósí og hisst fyrir í bröns og/eða fyrirpartý. Svo klukkan 19:30 byrjaði flottasti viðburður sem nokkur menntaskóli á Íslandi heldur, Vælið. Díses kræst hvað þetta var flott hjá Skemmtó og ógeðslega vel gert hjá öllum þeim voru að keppa eða komu nálægt Vælinu í ár, huge shoutout á alla. Eftirpartyið á t-t-tópía var vægast satt truflað (fyrir þá sem komust inn #dobetterskemmto #hvareraðfrétta). En snúum okkur að keppninni. Þriðja sætið tók Snæbjartur með Im Still Standing eftir Elton. Í öðru sæti var hún Svandís með lagið Long As I Can See The Light með CCR. En það getur bara verið einn sigurvegari...
Ég kynni með stolti Verzlinga vikunnar, 12. viku 2025, Baldur og Sverrir AKA sigurvegara moðafokkin Domino‘s Vælsins 2025! Satt best að segja stóðu þeir sig suddalega vel og eiga bikarinn vel skilið. Þeir tveir tóku lagið Way Down We Go með Kaleo, og í smá stund hélt ég ángríns að Balli væri Jökull. Söngröddinn hans BB á svo sannarlega heima meðal goðsagna Vælsins. Talandi um söng þá stóð Svessi uppi á sviði og bókstaflega breytti básúnunni í farmleingingu af sjálfum sér og spilaði á hana eins og þetta væri skák. Skák og mát thank you very much. Til hamingju með þetta strákar og gerið okkur Verzlinga stolta á Söngvakeppni framhaldsskólanna.
Jón Króla, ristjóri Verzlings vikunnar











