2. Verzlingur vikunnar

Heil og sæl. Elsta og virtasta og eina vikulega fréttabréf Verzló gefur nú út sitt annað eintak eftir mjög góðar móttökur í seinustu viku, sem ég er afar þákklatur fyrir. Ég vil í dag byrja á að bjóða 09 busa formlega velkomin inn í verzló núna að lokinni nýnemaviku þar sem þeir hafa svarið eið eins og allir aðrir verzlingar á undan þeim. Núna kæru busar fáið þið í hendurnar einn mikilvægasta grip mannkynssögunnar, orðspor Verzlunarskóla Íslands. Þetta orðspor skapið þið á sama tíma og það skapar ykkur. Eins og með allt á okkar grænu jörð er best að nota þennan mátt í hófi og ekki #köngayfirþig eins og margir hafa sögulega gert. 


 

En nú er komið að því að upplýsa um hver er Verzlingur Vikunnar. Ég kynni Verzlingur Vikunnar, viku 2, 2025/2026 er hann Högni Dignus í 1.A. 


The true measure of a hero is not whether he falls, but whether he gets back up.”  
- Master Shifu. 



Þessi orð eru frá mikla kung fu meistaranum sem kenndi The Dragon Warrior og barðist hetjulega við Tai Lung, Master Shifu. Mér finnst þessi orð eiga sérstaklega við Högna D. Þegar hann var sigraður í árlegu sápuglímu Skemmtó, þá hljóp hann ekki burt með skottið á milli lappana heldur stóð hann aftur upp og hélt áfram í næstu áskorun. Högni Dick-Nuts er engin kung fu meistari en hann ber í sér styrk hetju sem aldrei hnígur, og þess vegna er hann Verzlingur Vikunnar. 

 


Víva. Fokking. Verzló. 


 

- Jón Króla, Ritstjóri Verzling Vikunnar 


Fréttir

by Jón Kristófer Ólason 21 August 2025
Sæll kæri lesandi, þú ert núna að taka þátt í einni stærstu endurlífgun sögunnar. Þú stendur nú hliðin á risum eins og Dr. Frankenstein og Igor. Verslingur Vikunnar... IT‘S ALIVE!
by Óskar Breki Bjarkason 16 June 2025
Það er mér mikill heiður að tilkynna að ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands hefur nú formlega tekið við störfum. Við hlökkum öll til að takast á við verkefnin fram undan af krafti, metnaði og ábyrgð. Stjórnin samanstendur af fjölbreyttum hópi nemenda sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir samfélagið okkar innan skólans: