Verzlingur vikunnar

Sæll kæri lesandi, þú ert núna að taka þátt í einni stærstu endurlífgun sögunnar. Þú stendur nú hliðin á risum eins og Dr. Frankenstein og Igor. Verslingur Vikunnar... IT‘S ALIVE!


Ekki fara og kasta þér upp á næsta skurðbretti og heimta laser aðgerð því þú ert að sjá þetta rétt. Uppáhalds vikulega fréttagrein verslinga rís upp úr öskunni eins og Fönixinn. Fyrir þá sem ganga um með allt niðrum sig og vita ekki hvað snýr upp og niður þá er Verslingur Vikunnar söguleg fréttagrein sem gengur út á það að hrósa einum sérstökum versling fyrir stóra sem litla sigra. Blaðið kemur út á viku fresti alltaf á föstudögum. 


Svo með þessu kynni ég með stolti fyrsta Versling Vikunnar skólaársins 2025/2026. Það er hann ég. Okei, ég skil ... en það er góð ástæða fyrir því. Ég vil bara nota þetta tækifæri áður en skóla árið hefst af fullum krafti til þess að kynna sjálfan mig og upplýsa ykkur lesendur um hver það er sem stendur bakvið þessar greinar.


Ég heiti Jón Króla og var fenginn af Mr. Prez, Óskari, til þess að skrifa þetta. Ég er stofnandi VÍ Njús, Seðlabankastjóri NFVÍ og nemandi í 2.F. Og nú tek ég við rykugu ritvélinni til þess að skrifa Versling Vikunnar. Kæri lesandi ég mun ekki bregðast þér. YFIR OG ÚT.


- Jón Króla, Ritstjóri Verzling Vikunnar


Fréttir

by Óskar Breki Bjarkason 16 June 2025
Það er mér mikill heiður að tilkynna að ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands hefur nú formlega tekið við störfum. Við hlökkum öll til að takast á við verkefnin fram undan af krafti, metnaði og ábyrgð. Stjórnin samanstendur af fjölbreyttum hópi nemenda sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir samfélagið okkar innan skólans: