Ellefti verzlingur vikunnar

Klukkan slær miðnætti, spangól heyrist í fjarska og fólkið sefur ekki rótt þessa nótt því það er TólfNúllNúll vika. Komdu sæll, kæri lesandi, og takk fyrir liðna viku, 12:00 viku. Ég verð að byrja á því að minnast á mánudaginn, því ekki bara er það í tímalega réttri röð heldur var hann einn stærsti dagur vikunnar því the long awaited Vælstrailer var sýndur í Bláa. Þetta var hands down besti trailer sem ég hef séð öll mín tvö ár í Verzló. Skemmtó fær eitt vel verðskuldað hrós fyrir bæði klikkaðan trailer og líka að ná að redda the HARP. Satt best að segja þá verð ég að viðurkenna að ég er orðinn mega fokkin pepp fyrir Vælinu #dominosvælið. En nú verð ég að gefa shout á 12:00 því þau gáfu út þátt á fimmtudaginn ekki í Bláa sal, ó nei, heldur í Kringlubíó. Real shit vika frá 12:00.
Kæri lesandi, það er komið fullt tungl og klukkan slær nú á miðnætti og þá breytist ósköp venjulegur Verzlingur... í Verzling vikunnar. Verzlingur vikunnar, 11. viku, 2025 er hann Benni Bjö í 3.J. Þið spyrjið kannski ykkur sjálf: „Hvað gerði BJÖNNARINN eiginlega í þessari viku?“ en hafið ekki áhyggjur því ég skal segja ykkur hvað hann BenniV92KING hefur gert. Benni BJ hefur sem sagt verið algjör lykilleikmaður þegar kemur að stofnuninni sem er Verzlingur vikunnar. BJÖARINN hefur farið yfir hvert einasta eintak af VV og passað upp á málfar og allt svoleiðis því þar sem ég er ófullkominn þegar það kemur að stafsetningu og mörgu öðru þá er Benni einfaldlega fullkominn á öllum sviðum. Kæri lesandi, bara svo þú áttir þig á því hversu mikilvægur BJÖNNI BE er þá er hann búinn að laga villur í þessum texta hér. Ekki bara er hann mikil hjálp við VV heldur er hann líka moðafokk ritstjóri V92 og nefndin hefur aldrei byrjað jafn snemma á bókinni, því kæri lesandi, ef þú vilt fá hlutina framkvæmda og fullkomna heyrðu þá í Benna (æj þarna gaurinn í V90 og eih) því það er maður sem hægt er að stóla á.
Jón Króla, ristjóri Verzlings vikunnar










