Níundi verzlingur vikunnar

Gleðilegt haustfrí kæru lesendur! SHJÍET hvað það er næs að geta slakað aðeins á eftir þessa rosalegu viku. Ekki bara var þetta ein viðburðarríkasta vika ársins, VÍ – emer vikan, heldur var hún líka stútfull af öðru stöffi. Vikan byrjaði með kjarnorkusprengju á mánudeginum þar sem troðið var í Bláa sal og Nemó tilkynnti að skipt væri um sýningu. Það sem átti að vera söngleikur upp úr myndinni Flashdance verður nú söngleikur byggður á Barbí. Skiptar eru skoðanir en ég held að sama hvaða söngleik Nemó velur verður það sönn veisla. Þeir sem voru áhyggjumestir yfir þessum fréttum voru þó flestallir búnir að gleyma þeim þegar trúbbi frá English sló á létta strengi á Marmz í hádeginu. Talandi um að slá á létta strengi mætti fyndnasti maður heims og frændi Snæbjarts, Ari Eldjárn og skemmti liðinu í hádeginu á þrið. Salurinn bókstaflega nötraði undir hlátrasköllum. Enn meira var hlegið á þriðjudeginum því eftir skóla var Cösukeppni uppi í emer. Sem Verzló vann, eða „Verþló“ eins og emeringar segja því þeir eru svo ógeðslega fyndnir og upprunalegir. Á miðvikudaginn gaf 12:00 út „FOKKJÚ EMER“, a certified banger. Svo var 5-3 burst hjá Verzló á fótboltaleiknum á móti emer, og keppnin lenti á forsíðu Vísis #erþettafrétt. Á fimmtudaginn var haldið upp á 120 ára afmæli skólans og Skemmtunarskólablaðið var gefið út og mögulega leiðinlegasta grein allra tíma þar sem forseti MH skrifaði ca. 2000 orð um ekki neitt. En shoutout á Skemmtó og V92 fyrir að gefa út betri helming blaðsins. Seinna dags var einhver keppni eih sem Verzló eih. Svo kom the big friday. Í korterinu var ræðukeppni milli Kára Hlí og Gunna Jar umræðuefnið var labúbu en aldrei var tilkynnt hver hefði unnið, svo það er eins og það er. Svo um kvöldið var VÍ – emer Morfís ræðukeppnin í Bláa sal, stærsti event vikunnar. Umræðuefnið var egó, emer með, VÍ á móti... En það var allt og sumt og þá var vikan búinn og allir heim.
Ég kynni Verzling Vikunnar, viku 9, 2025 er Eva Margrét í 3.H. Eva var bara ekkert eðlilega dugleg í comments á NFVÍ Fésbókini þessa vikuna. Meira svona!
Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar









