Áttundi verzlingur vikunnar

Rjómi er það sem heldur öllu góðu saman. Ef eitthvað er gott eru miklar líkur á því að það innihaldi rjóma. Allavegana þá hélt Rjóminn Rjómaviku. Öll þessi vika var þakin í rjóma og þá sérstaklega rjómaglíman. Rjómaglíman á þrið var eitt það viðbjóðslegasta sem ég hef séð en aðallega lyktað af. Ég meina pulsufnykurinn upp úr kraumandi pulsusuðupotti Bæjarins Beztu blandað við rjóma og 09 svita. Þetta er versta lykt sem fundist hefur á marmaranum síðan „Kúka á marmz challange“ í busaviku seinasta árs. En svo verð ég að minnast á fimmtudaginn, við erum að tala um öndunaræfingar með Gemil í korterinu og svo stærsta event vikunnar, Beggi Más í Bláa Sal. Beggi kom og átti stórleik þar sem hann fór yfir gang lífsins og Bitcoin, ef þú misstir af erindi hans mæli ég með glósunum á NFVI facebook grúbbunni. Rjóminn náði að halda rosalega viku gefið að þau fengu bara viku fyrirvara fyrir vikuna.
En nú kynni ég með stolti Verzling vikunnar 8. viku 2025, Tinnu Hjálmars í 3.B. Tinna er mögulega duglegasti Verzlingurinn rn. Tinna er formaður Listó og hefur sinnt því verkefni með gaddamn-moðafokkin-sóma. Hún er búin að þrauka á Marmz til miðnættis alla daga í tvær vikur núna að sjá um sýninguna. Er einhver annar með þannig úthald? Maður hendir gjarnan í „Hæ Tinna wassup“ og oft svarar hún ekki einusinni. Hún er hundrað pé læst inni á sitt mission, sem maður verður að virða. Tinna er fokkin á þessu. Næst þegar þið sjáið hana á Marmz hendið bara í eitt einfalt kink af kollinum og mögulega fallegt hrós því hún á það svo sannarlega skilið.






