4. Verzlingur vikunnar

2025 er ár endurfæðingar, ef þessi vika sannaði það ekki, veit ég ekki hvað mun. Ég meina Verzlingur vikunnar, Rjóminn og núna Markaðsnefnd. Óskar er skellihlæjandi inni á forseta skrifstofunni. Fyrsta Markaðsvika sögunnar skreið út úr leggöngum Verzló, stóð í fæturnar og gerði backflip (nýfædd nefndarvika á ekki að geta gert það btw). Þegar ég sá fyrst „Markaðsvika“ í dagatalinu þá vissi ég ekki við hverju ég ætti að búast, en núna get ég ekki beðið eftir næstu. Ég heyrði meira að segja að Haffi Gunn hringdi og spurði hvort þetta væri eitthvað grín. Haldandi í þema endurfæðingar, er HennesVÍ nýjasta og fly-asta shitið í senunni þetta árið og ér ákveðinn andlegur arftaki goðsagnakenndar nefndar úr seinni tíð. Svo ofan á allt þetta gaf Málfó okkur smá smakk af því sem við megum búast við í vetur með peysurnar, thank you Málfó we love you. Kæri lesandi, 2025 gæti ekki verið lengra uppi.
En nú, Verzlingur vikunnar, viku 4, 2025 er Valdimar Porca í 3.T. Ef það er einhver Verzlingur, nei, lifandi maður jafn hátt uppi og 2025 þá er það Valli (einn af formönnum HennesVÍ btw). Örlögin eru svo sannarlega með honum í liði af því að þegar hann ætlaði að gæða sér á gómsætu snakki í boði Markaðsnefndar á Novafest í nemkja ft. DJ Önnu Ármann, beið ekki snakk i kok eftir honum í pokanum, heldur AirPods í eyru. Kæri lesandi, þú ert núna örugglega að hugsa: „Vá er hægt að komast eitthvað hærra, hvar er build limit-ið?!“ Ó jú, Porsche finnur alltaf leið því þegar Elko Fifa mótið var tilkynnt var Vlad kominn með nýtt skotmark. Valdimar sigraði mótið og tók bikarinn heim. Rétt eins og Alexander mikli, grætur Valli núna because there are no more worlds left to conquer.
Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar


