Fimmti verzlingur vikunnar

Hvað er heitt, mjúkt og stútfullt af rjóma? Vafflan hans Magga! Möffluvikan gæti verið mín uppáhalds vika því hvenær annars máttu sprauta upp í þig rjóma eins og enginn sé morgundagurinn og háma í þig vöfflur og múffur eins og þú sért á launum fyrir það. Margt gerðist þessa viku, dancebattle (rigged btw) og Labúbú. Það stóð samt eitt upp úr í vikunni þar sem núna á fimmtudaginn eftir langa og tilhlökkunarfulla bið var epíski Nemó-trailerinn sýndur og loksins vitum við hver söngleikurinn er, Flashdance. Fyrir þá sem ekki vita er Flashdance bíómynd sem kom út árið 1983 og fjallar um dans og eih ty. Ég hvet alla til þess að kíkja á Labúbú Bubba og bomba sér í prufur. Möffluvikan var þó alls ekki eina rjómabaðið þessa vikuna því Busaballið var haldið með miklum stæl. Busar buðu öðru og þriðja ári í pre í sín heimahús þar sem bekkirnir djömmuðu saman út í nóttina og mættu svo í Víkina þar sem þau dönsuðu við ljúfu tóna Gross. Í morgun létu örfáir sjá sig í fyrsta tíma, vel lítil í sér.
En það helsta í fréttum, Verzlingur vikunar viku 5 2025 er Mr.Prez AKA Óskar Breki í 3.R. Ef einhver á skilið titilinn Verzlingur vikunnar þá er það hann ÓSSIPRE. Ég held að við getum öll verið sammála því að Skari er búinn að sinna þessu starfi með rosalegri fagmennsku og hefur framkvæmt öll verkefni upp á tíu. Við erum að ræða nemkja, stúdío, VV og uppselt á busaballið og það eru bara fimm vikur búnar af skólanum. Hefur þessi gæi engar hemlur eða? Er allt bara upp upp og áfram, full speed ahead, no iceberg in sight? Kæri lesandi vonandi ertu með öll belti spennt því það er nóg eftir af árinu og ÓsBró er ekki að fara leggjast í helgan stein anytime soon. Lengi lifi forsetinn!
Jón Króla, ritstjóri Verzlings vikunnar



