Sjöundi verzlingur vikunnar

Ertu sporty týpa? Elskarðu að svitna? Fílarðu að hlaupa á eftir mönnum með bolta? Ef svarið er já, þá er Íþróvikan fyrir þig. Hver dýrkar ekki að mæta á mánudegi og sjá marmarann breyttan í leikvang sem jafnast á við Anfield. Víbrurnar voru í háloftum þessa vikuna og eitt það besta í vikunni var stjórnarboltinn ft. Valur núna á þriðjudaginn. Þó stjórnin bar ekki sigur úr bítum þá stóðu þau sig eins og hetjur og Rasmus hefur aldrei verið jafn þægilegur í vasanum á Steina derru. Ekki má gleyma DJ Dóru Júlíu sem gaf öllum their dream barre body á Marmz. Ég verð samt að segja að hún á ekki roð í Önnu Ármannz. Verzló hitti svo MS á þeirra heimavelli á miðvikudaginn í körfuboltaleik þar sem við niðurlægðum MS 1000-0, þau sem voru rétt að byrja að jafna sig á Morfís. Á fimmtudaginn var blindrabox sem ég tala meira um seinna, blikk blikk. Núna í dag, föstudeginum, var keppt í súmóglímu í korterinu þar sem Tindur Skemmtó bar sigur úr bítum á móti Breka. Alveg frá mánudegi til föstudags var þetta viðburðarrík vika og allir fara sveittir heim.
Eftir öfluga viku er eins gott að velja öflugan Verzling vikunnar, kæri lesandi þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Ég kynni Verzling vikunnar, viku 7 2025, Kára Jóns í 2.H. Ef það var einhver sem stóð upp úr í vikunni þá var það hann Kári sem sýndi langmestu tilbrigðin í blindraboxi Íþró á fimmtudaginn. Líkt og DickNuts sigraði Kári, ásamt Ara CW, ekki andstæðinga sína, Villa Feng og Tobba, en KJ var svo sannarlega með allt hjartað í leiknum og get ég sagt að það var lang skemmtilegast að fylgjast með honum og trylltu snúningum hans. Í miðri keppni þurfti Kári (sem er sjúkur af lugnabólgu btw) að hlaupa afsíðis og æla. Margir hefðu kallað það gott þá, en hann Kári mætti aftur af fullum krafti og tók kollhnísa og snúninga þó hann væri mjög tæpur í maganum. Kay Jay er maðurinn sem hugsar ekki einungis um sjálfan sig heldur um stærri heildina. Þegar ég hugsa um Kára kemur alltaf eitt quote frá Freddie Mercury til huga, “The show must go on“.
Jón Króla, ristjóri Verzlings vikunnar





