Sjöundi verzlingur vikunnar

Ertu sporty týpa? Elskarðu að svitna? Fílarðu að hlaupa á eftir mönnum með bolta? Ef svarið er já, þá er Íþróvikan fyrir þig. Hver dýrkar ekki að mæta á mánudegi og sjá marmarann breyttan í leikvang sem jafnast á við Anfield. Víbrurnar voru í háloftum þessa vikuna og eitt það besta í vikunni var stjórnarboltinn ft. Valur núna á þriðjudaginn. Þó stjórnin bar ekki sigur úr bítum þá stóðu þau sig eins og hetjur og Rasmus hefur aldrei verið jafn þægilegur í vasanum á Steina derru. Ekki má gleyma DJ Dóru Júlíu sem gaf öllum their dream barre body á Marmz. Ég verð samt að segja að hún á ekki roð í Önnu Ármannz. Verzló hitti svo MS á þeirra heimavelli á miðvikudaginn í körfuboltaleik þar sem við niðurlægðum MS 1000-0, þau sem voru rétt að byrja að jafna sig á Morfís. Á fimmtudaginn var blindrabox sem ég tala meira um seinna, blikk blikk. Núna í dag, föstudeginum, var keppt í súmóglímu í korterinu þar sem Tindur Skemmtó bar sigur úr bítum á móti Breka. Alveg frá mánudegi til föstudags var þetta viðburðarrík vika og allir fara sveittir heim. 


Eftir öfluga viku er eins gott að velja öflugan Verzling vikunnar, kæri lesandi þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Ég kynni Verzling vikunnar, viku 7 2025, Kára Jóns í 2.H. Ef það var einhver sem stóð upp úr í vikunni þá var það hann Kári sem sýndi langmestu tilbrigðin í blindraboxi Íþró á fimmtudaginn. Líkt og DickNuts sigraði Kári, ásamt Ara CW, ekki andstæðinga sína, Villa Feng og Tobba, en KJ var svo sannarlega með allt hjartað í leiknum og get ég sagt að það var lang skemmtilegast að fylgjast með honum og trylltu snúningum hans. Í miðri keppni þurfti Kári (sem er sjúkur af lugnabólgu btw) að hlaupa afsíðis og æla. Margir hefðu kallað það gott þá, en hann Kári mætti aftur af fullum krafti og tók kollhnísa og snúninga þó hann væri mjög tæpur í maganum. Kay Jay er maðurinn sem hugsar ekki einungis um sjálfan sig heldur um stærri heildina. Þegar ég hugsa um Kára kemur alltaf eitt quote frá Freddie Mercury til huga, “The show must go on“. 


Jón Króla, ristjóri Verzlings vikunnar

by Jón Kristófer Ólason 28 September 2025
Bonjour, chers lecteurs. Ég var staðsettur í Frakklandi í æðislegri ferð með frönskuhópnum alla þessa viku en það þýðir ekki að Verzlingur vikunnar hafi ekki tekið farþegasætið í mínum huga. Ég fékk njósnara til þess að fylgjast með á Marmz og gefa mér daglegar skýrslur. Ég meina það, ég er með augu og eyru allsstaðar
Óskar Breki Bjarkason
by Jón Kristófer Ólason 19 September 2025
Hvað er heitt, mjúkt og stútfullt af rjóma? Vafflan hans Magga! Möffluvikan gæti verið mín uppáhalds vika því hvenær annars máttu sprauta upp í þig rjóma eins og enginn sé morgundagurinn og háma í þig vöfflur og múffur eins og þú sért á launum fyrir það. Margt gerðist þessa viku, dancebattle (rigged btw) og Labúbú.
by Jón Kristófer Ólason 12 September 2025
2025 er ár endurfæðingar, ef þessi vika sannaði það ekki, veit ég ekki hvað mun. Ég meina Verzlingur vikunnar, Rjóminn og núna Markaðsnefnd. Óskar er skellihlæjandi inni á forseta skrifstofunni. Fyrsta Markaðsvika sögunnar skreið út úr leggöngum Verzló, stóð í fæturnar og gerði backflip (nýfædd nefndarvika á ekki að...
by Jón Kristófer Ólason 6 September 2025
Hæhó, Verzlingur Vikunnar 3 er lent. Ritstjórn Verzling Vikunnar vill byrja á að senda ást á Málfó fyrir goodshi Málfóviku sem tekur lok núna í dag. Sterk vika sem byrjaði stórt á mánudeginum með Trausti Magg 20-VS-1 Tinder IRL. „The most rizz i‘ve seen in years, MOMS!“ sagði Tindur Skemmtó. Sjóðheitir viðreynslu-frasa
by Jón Kristófer Ólason 29 August 2025
Heil og sæl. Elsta og virtasta og eina vikulega fréttabréf Verzló gefur nú út sitt annað eintak eftir mjög góðar móttökur í seinustu viku, sem ég er afar þákklatur fyrir. Ég vil í dag byrja á að bjóða 09 busa formlega velkomin inn í verzló núna að lokinni nýnemaviku þar sem þeir hafa svarið eið eins og allir aðrir
by Jón Kristófer Ólason 21 August 2025
Sæll kæri lesandi, þú ert núna að taka þátt í einni stærstu endurlífgun sögunnar. Þú stendur nú hliðin á risum eins og Dr. Frankenstein og Igor. Verslingur Vikunnar... IT‘S ALIVE!
by Óskar Breki Bjarkason 16 June 2025
Það er mér mikill heiður að tilkynna að ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands hefur nú formlega tekið við störfum. Við hlökkum öll til að takast á við verkefnin fram undan af krafti, metnaði og ábyrgð. Stjórnin samanstendur af fjölbreyttum hópi nemenda sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir samfélagið okkar innan skólans: