Sjötti verzlingur vikunnar

Bonjour, chers lecteurs. Ég var staðsettur í Frakklandi í æðislegri ferð með frönskuhópnum alla þessa viku en það þýðir ekki að Verzlingur vikunnar hafi ekki tekið farþegasætið í mínum huga. Ég fékk njósnara til þess að fylgjast með á Marmz og gefa mér daglegar skýrslur. Ég meina það, ég er með augu og eyru allsstaðar - líkt og nefndin sem sá um þessa viku, Kvasir. Njósnarar mínir segja mér að tölublað 2 var „THE JESUS'S TITS“. Því vil ég kasta HUGE hrósi á alla í Kvasi fyrir það að pumpa út blaði og harka í gegnum sumarið, good job.
Enfin, le moment tant attendu! Verzlingur vikunnar, viku 6 2025, er Ísold Embla í 2.A. Þótt ég hafi kannski verið handan við Atlantshafið þá heyrði ég samt af hennar afreki þessa vikuna... zúmba! Þegar maður hugsar um hana Ísold þá hugsar maður um kraft og ástríðu. Það er nákvæmlega það sem hún sýndi samnemendum sínum núna á fimmtudaginn þegar hún, ásamt Kára Hlíðberg og Önnu Claessen, leysti upp öll stresshormón í líkömum Verzlinga með zúmba. Ísold er allt það sem gildi Verzló standa fyrir og þess vegna er hún Verzlingur vikunnar.
Jón Króla, ristjóri Verzlings vikunnar




